Martin Hermannsson fór úr lið í fingri í síðasta leik KR þegar röndóttir skelltu Þór Þorlákshöfn örugglega í Domino´s deild karla. Þónokkur bólga hefur verið í fingrinum en Martin verður engu að síður með í kvöld þegar topplið KR heimsækir Skallagrím í Borgarnes.
 
 
„Bólgan minnkar og minnkar með hverjum deginum og ég er farinn að geta hreyft fingurinn vel og verð bara teipaður í kvöld,“ sagði Martin í snörpu samtali við Karfan.is í morgun.