Lauren Oosdyke hefur spilað sinn síðasta leik fyrir kvennalið Grindavíkur en Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari staðfesti þetta nú fyrir stundu. “Lauren er góður leikmaður en liðið hefur breyst mikið frá því ég valdi hana í haust. Meiðsli og annað hefur breytt hópnum og ég tel ég þurfa annarskonar týpu af leikmanni fyrir “seinni hálfleik. ” sagði Jón Halldór og vísaði þar í meiðsli Pálínu Gunnlaugsdóttir og fjarveru Petrúnellu Skúladóttur sem er með barni. 
 
Jón hefur nú þegar fundið arftaka Lauren og er það Bianca Lutley sem spilaði með LSU háskólanum.  Bianca er 178 cm hár bakvörður og ætti að geta samkvæmt Jón spilað nánast allar stöður á vellinum.  Bianca mun koma til liðs við Grindavíkur á milli jóla og nýjárs.