Furman skólinn lauk heimsókn sinni til Californíu í nótt þegar liðið lagði UC Davis skólann 75-65. Kristófer Acox átti góðan leik með Furman en skólinn hefur nú lokið við „None-Conference“ dagskrá sína. Fyrsti leikur Furman í Southern Conference riðlinum hefst strax á nýja árinu eða 4. janúar þegar Furman tekur á móti Chattanooga skólanum.
 
 
Furman lék tvo leiki í Californíu, fyrst stórt tap gegn California háskólanum 90-60 þar sem Kristófer gerði 5 stig og tók 5 fráköst á 27 mínútum og svo góður sigur gegn UC Davis 75-65 þar sem Kristófer gerði 8 stig, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu á 23 mínútum.