Kristófer Acox lét vel til sín taka í nótt þegar Furman mætti Mars Hill í bandarísku háskóladeildinni í körfubolta. Lokatölur 97-93 Mars Hill í vil. Kristófer kom inn af bekknum og gerði 13 stig á 18 mínútum en þetta er það mesta sem Kristófer hefur skorað í leik með Furman.
 
 
Kristófer var einnig með 8 fráköst og einn stolinn bolta. Furman á fjóra leiki eftir á þessu ári og starx 4. janúar er fyrsti leikur liðsins í Southern Conference þegar Furman leikur gegn Chattanooga.