Keflvíkingar voru „grand“ á því í dag þegar splæst var í tvíhöfða í ™-Höllinni en Snæfellingar mættu galvaskir með sín Domino´s lið á Suðurnesjin. Að þessu sinni skiptust félögin á því að kjöldraga hvert annað, kvennalið Snæfells lagði Keflavík 58-84 en karlalið Keflavíkur tók Hólmara 103-77 í seinni leiknum.
 
 
Snæfell var mun sterkari aðilinn í kvennaleiknum og topplið Keflavíkur svellkalt, skotin vildu ekki niður og í öðrum leikhluta fór að skilja á milli. Báðum liðum vantaði sterka leikmenn í dag en þeir sem voru mættir í búning og létu vel til sín taka voru t.d. Hildur Björg Kjartansdóttir með 20 stig, 14 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Chynna Brown var með 21 stig og 9 fráköst og Hildur Sigurðardóttir bætti við 15 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum en Karfan TV ræddi við Hildi eftir leik:
 
Keflavík-Snæfell 58-84 (18-20, 13-24, 15-18, 12-22)
 
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 18/15 fráköst, Porsche Landry 16/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 1, Elfa Falsdottir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Snæfell: Chynna Unique Brown 21/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 20/14 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 15/8 fráköst/8 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 9/8 fráköst/3 varin skot, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Edda Bára Árnadóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson
 
 
 
Í karlaleiknum áttu Hólmarar aldrei séns, Keflavík opnaði 34-14 og litu ekki við eftir það. Craion var bara þrælrólegur með 25 stig og 5 fráköst, ekki oft sem hann hafnar tvennunni en Guðmundur Jónsson bætti svo við 20 stigum. Annan leikinn í röð fara Keflvíkingar því yfir 100 stigin og virðast vera búnir að ráða bót á sóknarleik sínum eftir bras og brölt á þeim enda vallarins síðustu leikina. Hjá Snæfell virtist Sigurður Þorvaldsson einn mættur til starfa en Karfan TV ræddi við hann og Gunnar Hafstein Stefánsson aðstoðarþjálfara Keflavíkur eftir leik
 
Keflavík-Snæfell 103-77 (34-14, 19-22, 28-22, 22-19)
 
Keflavík: Michael Craion 25/5 fráköst/7 stolnir, Guðmundur Jónsson 20, Darrel Keith Lewis 14, Gunnar Ólafsson 12, Valur Orri Valsson 10/9 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 9, Almar Stefán Guðbrandsson 5/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 5/7 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ólafur Geir Jónsson 0, Andri Daníelsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0.
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 24/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/8 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8, Vance Cooksey 7/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 6, Finnur Atli Magnússon 3, Sveinn Arnar Davíðsson 3/5 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 3, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Viktor Marínó Alexandersson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
 
Keflavík verður í 2. sæti deildarinnar yfir hátíðarnar með 20 stig jafnvel þó KR taki upp á því að tapa annað kvöld en KR stendur betur innbyrðis gegn Keflvíkingum.