Stjarnan lagði KFÍ í Domino´s deild karla er liðin mættust í fyrsta slag 10. umferðar. Um hörkuleik var að ræða uns Garðbæingar settu uppflugeldasýningu fyrir utan þriggja stiga línuna í upphafi fjórða leikhluta. Sigurður Dagur átti sinn besta leik á tímabilinu með Stjörnunni og steig vel upp í fjarveru lykilmanna.