Þór úr Þorlákshöfn lék síðast bikarleik á heimavelli þann 5. nóvember 2010 eða fyrir þremur árum! Benedikt Guðmundsson var viðstaddur bikardráttinn í dag þegar dregið var í 8-liða úrslit og Þórsarar drógust heima gegn Haukum…sem einmitt slógu Þór út úr bikarkeppninni 2010 í Hafnarfirði. Karfan TV ræddi við Benedikt Guðmundsson þjálfara Þórsara eftir bikardráttinn í dag en þegar Þór kom sem fyrra liðið upp úr bikarvasanum fræga ómaði „halelúja“ af vörum Benedikts.
 
 
 
 
5. nóvember 2010 Þór Þorlákshöfn 114-79 FSu (Síðasti heimaleikur Þórs í bikar)
 
Allir útileikir Þórs í bikarnum frá 2010 til dagsins í dag:
Haukar 84-74 Þór Þorlákshöfn
Ármann 60-103 Þór Þorlákshöfn
Tindastóll 78-76 Þór Þorlákshöfn
Stjarnan b 60-99 Þór Þorlákshöfn
Snæfell 91-63 Þór Þorlákshöfn
Sindri 43-112 Þór Þorlákshöfn
Skallagrímur 80-108 Þór Þorlákshöfn
 
Mynd/ Benedikt trúði varla sínum eigin augum í dag þegar Þór Þorlákshöfn fékk heimaleik í bikarnum. Hann hreinlega varð að gá að því hvort væri í lagi með dráttarskálina sem Falur Harðarson forðum flutti til landsins.