Jón Arnór Stefánsson gerði 12 stig í 71-60 sigri CAI Zaragoza í Eurocup í kvöld þegar Telekom Baskets Bonn kom í heimsókn til Spánar. Flottur leikur hjá Jóni sem sem einnig var með 6 fráköst og eina stoðsendingu í leiknum.
 
 
CAI Zaragoza er í 3. sæti í D-riðli en þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 32 liða riðlakeppni að lokinni þessari fyrstu riðlakeppni sem nú stendur yfir. Takist Zaragoza að vera eitt af þremur efstu liðum riðilsins komast þeir áfram upp á næsta stig en liðið á tvo leiki eftir í riðlinum. Zaragoza á eftir að mæta Virtus Rome á útivelli og toppliði riðilsins, Gravelines Dunkerque, á heimavelli.
 
Staðan í D-riðli
GROUP D W L POINTS+ POINTS- +/-
BCM Gravelines Dunkerque 6 2 604 521 83
Alba Berlin 5 2 501 470 31
CAI Zaragoza 5 3 636 563 73
Telekom Baskets Bonn 4 4 599 626 -27
Virtus Rome 2 5 509 516 -7
Belfius Mons Hainaut 1 7 483 636 -153