Viðureign Barcelona og CAI Zaragoza í ACB deildinni á Spáni stendur nú yfir en Karfan.is náði eldsnöggu tali af Jóni Arnóri fyrir stórleikinn á heimavelli Börsunga. Liðin eru í 5. og 6. sæti deildarinnar og sagði Jón að það væri ekki spurning að nú væri kominn tími á að taka sigur í Barcelona.
 
 
„Við förum í þennan leik til að vinna auðvitað, höfum æft vel í vikunni og erum klárir. Þá er ekki spurning að kominn er tími á sigur hérna,“ sagði Jón við Karfan.is en hann gerir sér grein fyrir því að við ramman reip verður að draga.
 
„Þetta verður erfitt verkefni, við þurfum að halda Navarro niðri og „double-a“ niður á stóru kallana þeirra og svo auðvitað vona að við hittum á góðan dag,“ sagði Jón en þegar þetta er ritað er staðan 40-25 fyrir Barcelona.