Skallagrímur í Borgarnesi hafa sent Oscar Bellfield heim með miða aðra leiðina og í staðinn kemur Benjamín Curtis Smith sem þeir í Þorlákshöfn ættu að kannast vel við.  Curtis-Smith mun koma til með að klára tímabilið með Skallagrím og hjálpa þeim í baráttunni framundan.  Á heimasíðu Skallagríms er sagt að vonast sé til að gengi þeirra á erlenda leikmannamarkaðnum sé nú lokið og þeir binda miklar vonir við Curtis-Smith.