Kkd. Njarðvíkur hefur sagt upp samningi sínum við Jasmine Beverly leikmanni kvennaliðsins. Jasmine hefur skorað 18 stig og tekið 11 fráköst á leik fyrir þær grænklæddu sem verma sem stendur botnsæti Dominosdeildar kvenna með aðeins 4 stig eða 2 sigra eftir 14 leiki.  Beverly kom til Njarðvíkur var ætlað að fylla það djúpa skarð sem Lele Hardy skildi eftir sig en hefur ekki staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar.