Jakob Örn Sigurðarson var á ný kominn í leikmanna hóp Sundsvall Dragons í kvöld sem nældu sér í kærkominn 89-67 sigur á botnliði ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
 
 
Það hefur gengið á ýmsu undanfarið hjá Sundsvall og í bland við rekstrarvandamál þá hafa lykilmenn verið í meiðslum. Jakob Örn sneri aftur í kvöld og rakleiðis inn í byrjunarliðið og skoraði kappinn 17 stig, tók 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Ægir Þór Steinarsson er enn fjarverandi sökum meiðsla en Hlynur Bæringsson lét ekki sitt eftir liggja með 9 stig, 11 fráköst og 2 varin skot.
 
Sundsvall er í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 7 sigra og 7 tapleiki. Boras verma enn toppsætið og hafa unnið alla 13 deildarleiki sína til þessa og eru eina ósigraða liðið í Svíþjóð um þessar mundir.