Sundsvall Dragons halda nú í stutt jólafrí með sigur í farteskinu eftir 80-65 heimasigur gegn Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í liði Sundsvall með 23 stig.
 
 
Jakob var einni með 6 fráköst og 2 stoðsendingar og Hlynur Bæringsson daðraði við þrennuna með 8 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.
 
Sundsvall komust með sigrinum aftur á par, eru með 9 sigra og 9 tapleiki í 6. sæti deildarinnar en það gefst ekki langur tími til þess að hafa það náðugt yfir hátíðarnar því Drekarnir verða aftur komnir á ferðina þann 30. desember þegar Södertalje Kings koma í heimsókn.