Á stundum vill því bregða við að menn hreinlega fari með rangt mál. Því miður gerðist sá hörmulegi atburður í gærkvöldi að Ragnar Ágúst Nathanaelsson var sagður í frétt á Karfan.is vera frá Selfossi.
 
 
Miðherjinn öflugi æddi fyrir vikið fram á Fésbókina og sagði þar inni að verið væri að uppnefna sig. Þessi rangfærsla Karfan.is var auðvitað snögglega leiðrétt enda ekki eftirsóknarverð staða að hafa 218 sentimetra háan karlmann með horn sín í síðu manns.
 
eftir lagfæringu róaðist Ragnar allur og kvað, í „kommentakerfi“ á Fésbókinni að nú væri fréttin, eftir lagfæringu orðin ein af betri fréttum ársins 2013. Þar með höfðum við friðað strákinn og málalyktir væntanlega þær að fyrir vikið verða öll dýrin í skóginum vinir á ný.
 
En okkur langaði hreinlega ekki til þess að sleppa tækifærinu og sendum Ragnari því hér með sérstaka afsökunarbeiðni: