Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar í Breogan tróna nú á toppi LEB Gold deildarinnar á Spáni en deildin er sú næstefsta á Spáni. Við settum Hauk á Hliðarlínuna til þess að ræða málin en hann verður ytra yfir hátíðarnar, leikur 21. desember og aftur 29. desember svo ekkert verður það á Íslandi jólafríið að þessu sinni.