Njarðvíkurstúlkur töpuðu gegn Grindavíkurkonum sem mættu í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld. 61:73 var lokastaða kvöldsins sem segir kannski lítið um gagn leiksins en hann var fremur jafn nánast allan tímann. Staðan í hálfleik var 29:34 gestina í vil. 
 
 Leikurinn var svo sem ekkert gríðarlega áferðafallegur að horfa á. Bæði lið að gera gríðarlega mikið af byrjenda mistökum. Lélegar sendingar á báða bóga en þrátt fyrir sigur þá voru það Grindavíkurstúlkur sem voru með 22 slíka.  Fyrri hálfleikur einkendist af því sem að koma skyldi í seinni hálfleik.  Lítið var skorað og hreint út sagt ótrúlegar ákvarðanatökur sumar hverjar hjá þeim ágætu stúlkum sem tóku þátt þetta kvöldið. 
 
Grindavík var þó ívið sterkari aðilinn og sem fyrr segir leiddu með 5 stigum í hálfleik.  Eitthvað hélt maður að þjálfarar liðanna myndu láta nokkur vel valin orð falla í hálfleik því ærin var ástæða til hjá báðum liðum.  En leikur liðanna lagaðist lítið og en þó voru Njarðvíkurstúlkur að sýna ágætis baráttu og náðu að jafna og komast yfir á tímabili en 7 sinnum í seinni hálfleik skiptust liðin á forystu í leiknum. 
 
Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta að Grindavíkurstúlkur ráku smiðshöggið í kistu Njarðvíkur og silgdu í land með sigurinn og dýrmæt stig þar.  Þrátt fyrir sigurinn þá eiga þær gulklæddu að geta spilað betur en þær nýttu sér vel Maríu Ben Erlingsdóttir sem virðist vera illviðráðanleg niðri á blokkinni þegar hún nær sér í góða stöðu.  Ingibjörg Jakobsdóttir var duglega að mata Maríu og endaði Ingibjörg með sannkallaða tröllatvennu eða 14 stig og 14 stoðsendingar og þó nokkrar mikilvægar körfu á lokasprettinum.  Þegar öllu er á botninn hvolft er hugsanlega hægt að skella sigri Grindavíkur á varnarleik þeirra þetta kvöldið. 
 
Njarðvíkurliðið situr á botninum með aðeins 4 stig og sér undirritaður það ekki breytast á næstunni ef miðað er við spilamennsku liðsins þetta kvöldið. Sóknarleikur Njarðvíkur var afar hugmyndasnauður gegn  2-3 svæðisvörn Grindvíkur. Einu svörin vorin voru 37 þriggjastigaskot en aðeins 7 þeirra rötuð rétta leið.  Í stað þess að reyna að hreyfa boltann hraðar í sóknarleik Njarðvíkur og komast þá aðeins nær körfunni.  Þær gerðu það í örfá skipti í leiknum sem skilaði þeim þá oftast körfu eða vítaskotum en eitthvað virtist það ekki vera nóg.  Þrátt fyrir þetta voru Njarðvíkurkonur inní þessum leik sem segir kannski mikið um gæði leiksins þetta kvöldið frá báðum liðum. Manni langar að segja að erlendi leikmaður Njarðvíkur, Jasmine Beverly hafi verið langt frá sínu besta þetta kvöldið með aðeins 10 stig. En það lítur hreinlega út fyrir að hún sé einfaldlega bara ekkert betri leikmaður en raun ber vitni en þetta er annar leikurinn á skömmum tíma sem undirritaður sér hana spila jafn illa.