Kristófer Acox lék í 15 mínútur og gerði 3 stig í nótt þegar Furman lagði Liberty háskólann í bandaríska háskólaboltanum.
 
 
Kristófer var einnig með 5 fráköst og eina stoðsendingu þessar 15 mínútur en Stephen Croone setti persónulegt stigamet fyrir Furman þegar hann gerði 40 stig í leiknum.
 
Næsti leikur Furman er þann 28. desember næstkomandi þegar liðið mætir Berkeley skólanum.