Kristófer Acox og félagar í bandaríska háskólaliðinu Furman komust aftur á beinu brautina um helgina með góðum 72-89 heimasigri á Brevard skólanum.
 
 
Kristófer sem búinn er að vinna sig inn í byrjunarlið Furman lék í 20 mínútur og gerði 2 stig en hann var einnig með 6 fráköst og eitt varið skot.
 
Furman piltar anda nú léttar eftir þrjá tapleiki í röð en næsti leikur liðsins er þann 4. desember næstkomandi gegn Fordham skólanum en fyrsti leikur Furman í Southern Conference riðlakeppni NCAA deildarinnar er strax á nýja árinu eða þann 4. janúar þegar liðið mætir Chattanooga.