Fjölnisstúlkur sem höfðu tapað síðasta deildarleik sínum á móti Breiðablik voru ekki á því að gera það aftur og þetta skiptið í Poweradebikarnum, þær sýndu mikinn kraft frá fyrstu mínútu og voru fullar af sjálfstrausti í skotum og sínum aðgerðum. Blikastúlkur voru aðeins lengur í gang en hleyptu Fjölnir aldrei langt á undan sér en fyrsta leikhluta lauk 15-21 fyrir Fjölni.
 
 
Strax í öðrum leikhluta ná Blikastúlkur að skerpa á sóknaleik sínum og var munurinn 2 stig eftir stutta stund, Mone Peoples hjá Fjölni var komin með 3 villur og þegar henni var kippt útaf þá gáfu Blikar í og úr varð leikur, en Pétur þjálfari Fjölnis hleypti ekki Breiðablik nær en þetta og setti kanann aftur inná til að bæta í stigaskor Fjölnis og var staðan 26 – 43 í hálfleik eftir að Mone setti flautu þrisst niður rétt fyrir hálfleik.

Í þriðja leikhluta vildi boltinn illa ofaní hjá Blikum en á meðan virtist allt detta hjá Fjölni og bættu þær í enn meira og staðan var 33 – 58 þegar honum lauk.

Fjórði leikhluti var meira spennandi þar sem Breiðablik skerptu á vörn sinni og fullar sjálfstrausti fóru að setja skot sín niður og réttu úr stöðu mála aðeins en það dugði ekki til, Elín Sóley átti frábæran leik fyrir Breiðablik og setti 18stig og 10fráköst, Ingunn reif niður 11fráköst og skoraði 7stig og rest dreifðist vel milli leikmanna.

Hjá Fjölni var Hrund með 18fráköst og 7stig en Mone Peoples var stigahæst með 24stig 7stoðs 5stolna.

 
  
Texti og mynd/ Karl West