Njarðvíkingar fá hvern stórleikinn á fætur öðrum í Poweradebikarkeppninni þessa vertíðina. Í dag var dregið í 8-liða úrslit þar sem Suðurnesjaliðin Grindavík og Njarðvík drógust saman í karlaflokki. Til þessa hafa Njarðvíkingar mætt KR og Stjörnunni í bikarkeppninni og tekið bæði lið úr leik. Karfan.is leitaði viðbragða hjá Einari Árna Jóhannssyni þjálfara Njarðvíkinga.
„Þetta er bara bikarkeppnin. Þú veist aldrei. Við byrjuðum á liðinu sem enginn átti að vinna þennan veturinn, svo voru það bikarmeistarar síðasta tímabils og nú er komið að Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára. Þetta er fullorðins prógram og þetta verður bara stál í stál einsog um daginn þegar þessi lið mættust. Það er bara tilhlökkun fyrir nýju ári hjá okkur.“
Drátturinn: 8-liða úrslit karla
Grindavík – Njarðvík
Fjölnir – Tindastóll
Þór Þorlákshöfn – Haukar
ÍR – Keflavík b