Síðasti leikur Domino´s deildanna fyrir jól fer fram í kvöld þegar Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni í Domino´s deild karla. Leikur liðanna hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
 
 
Bæði lið eru með 12 stig fyrir kvöldið svo það lið sem vinnur í kvöld jafnar Grindvíkinga í 3. sæti deildarinnar. Átta efstu lið deildarinnar virðast hafa sett önnur smá skör frá sér því átta efstu liðin eru með 10 stig eða meira í deildinni en næstu fjögur 6 eða minna.
 
  
Mynd/ Logi og Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í kvöld.