Einn leikur er eftir í Domino´s deild karla fyrir jólapásuna. Nú er að skýrast hver verður þjófurinn fyrir jól en það er Keflvíkingurinn Michael Craion sem leiðir listann með sjö stolna bolta í einum leik. Hólmarar voru ítrekað rændir um hábjartan dag í Keflavík þegar Craion hinn fingralangi var í varnarham.
 
 
Fjórir eru næstir í 2. sæti listans með 6 stolna bolta en þeir eru:
Elvar Már Friðriksson
Orri Jónsson
Darri Hilmarsson
Vance Cooksey
 
Þónokkrir hafa gerst svo fingralangir að komast í fimm stolna bolta en þeir eru:
Friðrik Erlendur Stefánsson
Jón Hrafn Baldvinsson
Arnar Freyr Jónsson
Sigurður Dagur Sturluson
Oscar Bellfield
Terrence Watson
Guðmundur Jónsson
Sveinbjörn Claessen
Terry Leake Jr.
Emil Barja
Vance Cooksey
  
Mynd/ Michael Craion leiðir listann yfir flesta stolna bolta í einum leik þetta tímabilið er hann hnuplaði 7 slíkum gegn Snæfell í lokaumferðinni fyrir jól.