Clippers smelltu í sigur gegn San Antonio Spurs, 115-92, og er þetta stærsti sigur Clippers á Spurs frá upphafi. Blake Griffin var í banastuði og setti niður 27 stig og tók 9 fráköst og CP3 smellti niður 23 stigum og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Spurs var „gamli“ maðurinn, Tim Duncan, fremstur meðal jafningja þegar hann setti niður 17 stig og tók 11 fráköst.
 
Pistons lögðu Indiana og minnkuðu þar með bilið á milli liðanna í riðlinum en liðin eru í fyrsta og öðru sæti hans. Indiana hefur þó 83% sigurhlutfall á meðan Detroit er í rúmum 46%. Josh Smith kláraði leik með 30 stig og 7 fráköst en hjá Indiana var Lance Stephenson með 23 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar.

 

 

 

FINAL
 
7:00 PM ET
DET

Detroit Pistons

101
W
IND

Indiana Pacers

96
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
DET 31 25 23 22 101
 
 
 
 
 
IND 28 21 24 23 96
  DET IND
P Smith 30 Stephenson 23
R Monroe 12 George 9
A Jennings 8 Stephenson 6
 
Highlights
Game Stat FG% 3P% FT% REB TO