Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls tóku á móti meisturum Miami Heat og skelltu LeBron James og félögum með 20 stiga mun! Lokatölur 107-87 þar sem Carlos Boozer var atkvæðamestur í liði Bulls með 27 stig og 9 fráköst en fimm liðsmenn Bulls gerðu 13 stig eða meira í leiknum. Hjá Miami var LeBron James með 21 stig og 5 fráköst.
LA Clippers unnu svo 81-101 útisigur gegn Memphis og í New York borg mættust Knicks og Nets í Barclays Center þar sem Paul Pierce var að fylgjast með af tréverkinu sökum meiðsla. Knicks burstuðu leikinn 113-83 þar sem Carmelo Anthony var með 19 stig í liði Knicks og bætti við 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hjá Nets var Brook Lopez stigahæstur með 24 stig og 9 fráköst.
Tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar:
FINAL
7:00 PM ET
NYK
113
W
BKN
83
Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
---|---|---|---|---|---|
NYK | 29 | 21 | 34 | 29 | 113 |
|
|
|
|
||
BKN | 23 | 20 | 16 | 24 | 83 |
NYK | BKN | |||
---|---|---|---|---|
P | Anthony | 19 | Lopez | 24 |
R | Anthony | 10 | Lopez | 9 |
A | Anthony | 6 | Blatche | 3 |