Ísfirðingar hafa fundið eftirmann Jason Smith en sá er íslensku deildinni kunnur og heitir Joshua Brown. Brown lék 19 leiki með KR á þarsíðasta tímabili og var þá með 20,1 stig, 5,4 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 

Á heimasíðu KFÍ segir:
 
Joshua Keith Brown er leikstjórnandi upp á 183 sentimetra sem kemur til okkar frá efstu deildinni í Kosovo þar sem hann var með 19 stig í leik 4 fráköst og 4 stoðsendingar, en þar á undan var kappinn með KR hér heima og spilaði vikrilega vel með því fína félagi.
 
Ísfirðingar vísa eftir þetta í heimasíðu KR en alla frétt KFÍ um málið má lesa hér.