Haukur Helgi Pálsson var í byrjunarliði Breogan í gær og gerði 13 stig í sigri Breogan gegn Melilla Baloncesto í LEB Gold deildinni á Spáni. Með sigrinum fór Breogan upp í 3. sæti deildarinnar.
Haukur Helgi lék í 27 mínútur og skoraði eins og áður segir 13 stig og tók 6 fráköst. Michel Diouf var stigahæstur í liði Breogan með 16 stig. Breogan hefur nú leikið 10 leiki í LEB Gold deildinni, unnið 7 og tapað þremur en Andorra og Palencia eru í jöfn á topp deildarinnar með 8 sigra og tvo tapleiki.
Næsti leikur Breogan er á útivelli gegn einmitt toppliði Palencia næsta föstudag, 13. desember.
Staðan í LEB Gold deildinni
LEB Gold Standings
1. Andorra | ![]() |
8-2 |
2. Palencia | ![]() |
8-2 |
3. Breogan | ![]() |
7-3 |
4. Coruna | ![]() |
7-3 |
5. Burgos | ![]() |
7-3 |
6. Oviedo | ![]() |
6-4 |
7. Penas Huesca | ![]() |
6-4 |
8. Clinicas Rincon | ![]() |
4-6 |
9. Cocinas.com | ![]() |
4-6 |
10. Forca Lleida | ![]() |
3-7 |
11. Melilla | ![]() |
3-7 |
12. Planasa NV | ![]() |
3-7 |
13. FCB Regal II | ![]() |
2-8 |
14. Ourense | ![]() |
2-8 |