Haukur Helgi Pálsson og félagar í LEB Gold liðinu Breogan á Spáni eru komnir á topp deildarinnar eftir sterkan útisigur gegn Palencia á útivelli um síðastliðna helgi. Haukur Helgi Pálsson var á lokasekúndunum hreinlega skriðtæklaður nánast að hætti Roy Keane á lokasekúndum leiksins þegar Palencia þurfti nauðsynlega að koma gestum sínum á vítalínuna.
 
 
Haukur Helgi kom inn af bekknum og gerði 6 stig á 19 mínútum og tók 3 fráköst. Næsti leikur Breogan er á heimavelli og verður þann 21. desember næstkomandi þegar liðið tekur á móti Froca Lleida sem er í 9. sæti LEB Gold deildarinnar.
 
Hér að neðan má sjá allan leikinn hjá Palencia og Breogan en á 1:37,00 klst. undir lok leiksins í myndbandinu má sjá hvar heimamenn hjóla hreinlega í Hauk til að geta brotið: