Sundsvall Dragons töpuðu naumlega á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Drekarnir heimsóttu ósigrað topplið Boras. Lokatölur 87-81 Boras í vil þar sem Ægir Þór Steinarsson og Hlynur Bæringsson voru báðir á skýrslu en léku ekki í kvöld.
 
 
Jakob Örn Sigurðarson gerði 9 stig í liði Sundsvall, tók 7 fráköst og af 4 stoðsendingar í leiknum. Sundsvall er í 6. sæti deildarinnar með 14 stig, 7 sigra og 8 tapleiki en Boras á toppnum, eina taplausa lið deildarinnar.