„Kannski spilar hún eitthvað, þetta hefur verið ótrúlegur bati hjá henni,“ sagði Bjarni Magnússon um Lele Hardy sem mögulega gæti skilað af sér nokkrum mínútum þegar Haukar taka á móti Hamri í Domino´s deild kvenna í kvöld. Fyrr í vikunni var Hardy flutt á sjúkrahús í Stykkihólmi eftir viðureign Snæfells og Hauka þar sem hún var með svæsna krampa.
„Hún skokkaði með á æfingu í gær sem gekk vel en ég á eftir að heyra í henni í dag til að vita hvernig skrokkurinn brást við þessum hlaupum,“ sagði Bjarni en lokaákvörðun um hvort Hardy sé leikfær með Haukum í kvöld verður væntanlega tekin nær leiktíma í dag. „Ég veit allavega að ef hún spilar þá verður það í mun færri mínútur en vanalega.“
Tengt efni: Hardy flutt á sjúkrahús eftir svæsna krampa