Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Stjörnunnar og KFÍ í tíundu umferð í Domino´s deild karla. Viðureign liðanna fer fram í Ásgarði í Garðbæ. Bein tölfræðilýsing leiksins.
________________________________________________________________________________________________________________________ 
4. leikhluti
 
– 0,5 sekúndur eftir af leiknum þegar Sigurður Dagur setur þrist og fær villu að auki en brennir af vítinu…lokatölur 91-77 fyrir Stjörnuna.
 
– 86-77 Mirko með þrist fyrir KFÍ og Ísfirðingar eru að gera vel í að reyna að brúa niður stigamunin og eygja þá von um að með sigri á Ísafirði í næstu umferð á nýju ári gætu þeir sett sig í betri stöðu innbyrðis gegn Stjörnunni.
 
– 86-72 og 2.22mín eftir af leiknum….leikhlé í gangi. Það reynist hér dýrkeypt fyrir aðkomumenn að hafa ekki brugðist strax við skotárásum Stjörnunnar hér í upphafi fjórða leikhluta. Heimamenn eru því að kveðja árið 2013 á heimavelli með sigri og eiga einn leik eftir á þessu ári þegar þeir fara í Ljónagryfjuna næsta mánudag.
 
– 84-66 og Kjartan Atli setur enn einn þristinn og nú yfir 3-2 svæðisvörn Ísfirðinga. Stjörnumenn eru búnir að loka þessum. Eftir 6mín leik í fjórða leikhluta er staðan 24-9 fyrir Stjörnuna, heimamenn náðu ekki 24 stigum á 10 mínútum alla þrjá leikhlutana þar á undan en hér í fjórða hafa allar flóðgáttir opnast.
 
– 81-66 Sigurður Dagur klárar vel á endalínunni og það má eitthvað mikið gerast til að KFÍ komi til baka eftir svona upphafsmínútur hjá Stjörnunni. 4.47mín til leiksloka og gestirnir taka leikhlé. 
 
– 75-63 Kjartan Atli með annan þrist, Stjarnan með fimm þrista í röð og 6.40mín eftir af leiknum, heimamenn á góðri leið með að gera út um þetta.
 
– Ja hérna hér…Hairston er á „eldi“ og kemur Stjörnunni í 72-61 með annarri þriggja stiga körfu og sinni sjöttu í leiknum. 
 
– Kjartan Atli tekur þátt í veislunni með þrist og kemur Stjörnunni í 69-61. 
 
– Hairston með annan þrist og kemur Stjörnunni í 66-59, kallinn er sjóðandi hérna núna og kominn í 35 stig og þar af liggja fimm þristar í valnum.
 
– Junior Hairston opnar fjórða leikhluta með þriggja stiga körfu og kemur Stjörnunni í 63-57 en Mirko minnkar í 63-59.
 

(Jason Smith hefur átt fínar rispur í kvöld en virðist vera að glíma við smá meiðsli)

3. leikhluti

 
– Þriðja leikhluta lokið…staðan 60-57 fyrir Stjörnuna og fjórði og síðasti leikhlutinn framundan.
 
– 60-57 Ágúst Angantýsson minnkar muninn fyrir KFÍ á vítalínunni þegar 25 sek eru eftir af þriðja.
 
– 60-53 Stjörnumenn með hellidembu hér síðustu tvær mínúturnar eða svo í þriðja leikhluta. 
 
– 56-53 Stjarnan með þrist og Ísfirðingar ekki par sáttir enda varnarmaður KFÍ sem fékk högg í andlit og lá í gólfinu en leikur hélt áfram og undirritaður skilur gremju gestanna.

– 53-53 Hairston jafnar á vítalínunni og 2.20mín eftir af leikhlutanum.

– 51-53 Smith með þrist og þann níunda hjá KFÍ þetta kvöldið.

 
– 51-50…Hraunar Karl setur eitt víti fyrir Ísfirðinga og minnkar muninn í eitt stig. 
 
– 50-49 Smith með teigskot fyrir KFÍ en hann virðist eitthvað lítillega meiddur í fæti en heldur þó áfram að spila, stingur vel í stúf er hann gengur.
 
– 50-46 Ágúst Angantýsson með þriggja stiga körfu, hans þriðji þristur í fjórum tilraunum og Ágúst kominn í 11 stig fyrir KFÍ.
 
– 50-43 Mirko gerir fyrstu stig KFÍ í síðari hálfleik með fínni hreyfingu á blokkinni, fyrstu stigin hjá Ísfirðingum eftir fjögurra mínútna leik í síðari hálfleik!
 
– 50-41 og byrjun Stjörnunnar orðin 9-0 á síðari hálfleik eftir að Hairston skorar og fær villu að auki en brennir af vítinu. Hairston kominn í 27 stig í liði Stjörnunnar og Ísfirðingar ráða illa við kappann.
 
– 48-41 Hairston að skora eftir glæsilega hraðaupphlaupssendingu frá Degi Kár. Heimamenn byrja vel og keyra upp hraðann, allt útlit fyrir að Ísfirðingar hafi hreinlega varið í Candy Crush í símanum í hálfleik…Birgir tekur leikhlé til að vekja sína menn.
 
– 46-41 og 6-0 rispa hjá Stjörnunni.

– 44-41 og Ísfirðingar með smjörlegna fingur og helst illa á boltanum þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks. 

 
– Síðari hálfleikur er hafinn og heimamenn í Garðabæ byrja með boltann og það er Sigurður Dagur sem gerir sín sjöundu stig og kemur Stjörnunni í 42-41.

Skotnýting liðanna í hálfleik

Stjarnan: Tveggja 36% – þriggja 42% og víti 83%
KFÍ: Tveggja 39% – þriggja 47%  og víti 50%
 

(Mirko Stefán til varnar en hann er með 12 stig í liði KFÍ í hálfleik)

2. leikhluti

 
– Hálfleikur, lokasókn Stjörnunnar vildi ekki verða að körfu og því leiða Ísfirðingar 40-41 í hálfleik.
 
– Fannar Helgason að fá tæknivilluaðvörun og Mirko kemur KFÍ í 40-41 með gegnumbroti þegar 15 sekúndur eru eftir af fyrri hálfleik. Teitur Örlygsson tekur leikhlé fyrir Garðbæinga. 
 
– 37-39 Ágúst Angantýsson með þrist fyrir KFÍ en 40-39 Hairston svarar í sömu mynt.

– 37-36 og 1.39mín til hálfleiks, liðin skiptast á forystunni og það er komið gott fjör í þetta.

– Heimamönnum er að hitna höndin því Hairston var að skella niður þrist og koma Stjörnunni yfir 35-34 og kappinn kominn með 16 stig. 

– 32-32 Fannar Freyr með örvhentan þrist og jafnar metin strax í fyrstu sókn eftir leikhlé.

 
– 29-32 og leikhlé í gangi þegar 3.48 mín. eru eftir af fyrri hálfleik.

– Ísfirðingar mættu til Garðabæjar með 9 leikmenn á skýrslu en heimamenn gátu ekki toppað það, 8 leikmenn á skýrslu og á bekk heimamanna í borgaralegum klæðum eru Justin Shouse, Jón Sverrisson og Sæmundur Valdimarsson og heima liggur veikur Marivn Valdimarsson.

 
– Staðan er 27-32 fyrir KFÍ og 5.05 mín. eftir af öðrum leikhluta…varnir beggja liða þéttari núna en í fyrsta leikhluta og höfum við það fyrir satt að stigaskorið sé nú rétt og löglegt.

– 25-26 og Hairston er núna allt í öllu hjá Stjörnunni en Smith ætlar ekki að vera neinn eftirbátur hans og svarar með þrist fyrir KFÍ og staðan 25-29 = okkur sýnist sem að KFÍ hafi aðeins verið með 23 stig eftir fyrsta leikhluta en ekki 24, það virðist hafa verið lagfært hér á stigatöflu í Ásgarði. 

– 21-24 Sigurður Dagur með sóknarfrákast fyrir heimamenn og skorar að auki.

– Annar leikhluti er hafinn… og Junior Hariston opnar hann með teigkörfu, 19-24.

 

(Dagur Kár Jónsson gerir tvö stig fyrir Stjörnuna í fyrsta leikhluta gegn KFÍ)

1. leikhluti

 
– 17-24…Fyrsta leikhluta er lokið. Garðbæingar náðu góðum dampi eftir að hafa verið settir á hælana af heitum gestunum. KFÍ sleit sig aftur frá og eru með verðskuldað 7 stiga forskot eftir fyrstu 10 mínúturnar. Mirko með 7 hjá KFÍ og Hairston sömuleiðis í liði Stjörnunnar.
 
– 17-24 og Ísfirðingar bíta aðeins aftur frá sér. 
 
– 17-20 Jón Hrafn „stórustrákar“ Kjartan Atla og gerir tvö stig í teignum, sterkur strákur hann Jón Hrafn og ætti í öllu falli að gera meira af þessu!

– 17-18 og 10-0 áhlaup Stjörnunnar í fullum gangi, Hairston var enda við að bruna upp völlinn og gera tvö góð stig og þar áður hafði víti fundið netið. 

 
– 14-18 og Stjarnan á 7-0 skriði, allt annað að sjá til heimamanna.

– 12-18 og 5-0 kafli hjá Stjörnunni á tæpum tveimur mínútum svo Birgir Örn tekur leikhlé fyrir Ísfirðinga. Teitur hvæsti vel á sína menn í Stjörnuleikhléinu og líkast til hefur hann hrist sofandaháttinn úr sínum mönnum.

 
– 10-18 Sigurður Dagur smellir niður þrist fyrir Garðbæinga sem eru að reyna að blása lífi í sinn leik eftir skvetturnar frá KFÍ hér síðustu mínútur.
 
– 7-18 Guðmundur Jóhann Guðmundsson með þrist fyrir KFÍ og Ísfirðingar eru 4-5 í þristum hér eftir 5 mínútna leik og Teitur tekur leikhlé fyrir Stjörnuna.
 
– 7-15 og heimamenn í Stjörnunni sjá sóknarmenn KFÍ hvað eftir annað fá vilja sínum framgengt, Garðbæingar verða að þétta vörnina.
 
– 3-13 Mirko með þrist og Ísfirðingar byrja fantavel hér í Ásgarði.
 
– 0-5 byrjun hjá gestunum í KFÍ áður en Kjartan Atli kemur Stjörnunni á blað með þrist, 3-5.
 
– Byrjunarlið Stjörnunnar:
Dagur Kár Jónsson, Sigurður Dagur Sturluson, Kjartan Atli Kjartansson, Junior Hairston og Fannar Freyr Helgason.
Byrjunarlið KFÍ:
Jason Smith, Guðmundur Jóhann Guðmundsson, Jón Hrafn Baldvinsson, Mirko Stefán og Ágúst Angantýsson.
 
– Einhverjar tafir eru með framkvæmdabúnað leiksins núna…strax eftir uppkastið var leikur stöðvaður og eru liðin núna við bekki sína.
 
– Marvin Valdimarsson og Justin Shouse eru ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld og hér í húsinu gengur Shouse við hækjur. 

– Textalýsing: nonni@karfan.is

 
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 9 9 0 18 865/688 96.1/76.4 4/0 5/0 97.8/79.5 94.8/74.0 5/0 9/0 +9 +4 +5 1/0
2. Keflavík 9 8 1 16 773/653 85.9/72.6 3/1 5/0 84.8/74.8 86.8/70.8 4/1 8/1 +2 +1 +5 2/0
3. Grindavík 9 6 3 12 785/742 87.2/82.4 4/1 2/2 83.2/75.8 92.3/90.8 3/2 6/3 -1 +4 -1 2/0
4. Njarðvík 9 6 3 12 860/758 95.6/84.2 3/1 3/2 98.8/76.0