Ungir þjálfarar og körfuboltaleikmenn gætu lært mikið af því að horfa á Knicks leiki þessa dagana. Lært hvernig á EKKI að gera hlutina. Andrea Bargnani sendi inn sitt framlag til Shaqtin’ A Fool vikunnar í gærkvöldi í leik Knicks og Bucks.
 
 
Melo tekur erfitt skot eftir góða klukkustjórnun, með fimm sekúndur eftir af skotklukkunni og um 18 sekúndur eftir af framlengingunni og Knicks tveimur stigum yfir. Skotið geigar en mikilvægasti leikmaður liðsins, Tyson Chandler rífur niður sóknarfrákastið og finnur Bargs aleinan fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
Hvað gerir Ítalinn? Nú múrar upp þrist sem varla hittir hringinn!
 
Bucks hirða frákastið og kalla að sjálfsögðu leikhlé. Bucks jöfnuðu leikinn og náðu seinni framlengingunni. Knicks sluppu með skrekkinn og unnu leikinn en þetta augnablik innrammaði einhvern veginn tímabilið hjá Knicks. Fail ofan á fail.
 
Meira að segja JR Smith furðaði sig á þessu skoti hans Bargs, og hann er þekktur fyrir fátt annað en að henda upp vafasömum skotum. En hey, hann var galopinn.