Vængir Júpíters fengu topplið Tindastóls í Grafarvoginn í kvöld og var óhætt að segja að heimamenn voru „vængbrotnir“ með Sindra Kára og sinn besta varnarmann Brynjar Kristófers fjarverandi í leiknum.
 
Tindastóll byrjaði í pressu af miklum krafti og náðu strax góðu forskoti á Vængina þegar þeir náðu illa að senda boltann á milli og missu gestirnir þetta snemmbúna forskot aldrei niður, munurinn var fljótt 10-15 stig og er leið á leikinn jókst það bara.
 
 
 
 
Bárður leyfði spilaminni drengjum að norðan að fá fínar mínútur í þessum leik því sigurinn hjá Tindastól var aldrei í hættu og var komið í 40 stiga mun þegar líða tók á leikinn og þarf svo sem ekki mörg orð til að lýsa þessum leik nema Vængirnir gefast aldrei upp! Aldrei! Spila á fullu allan leikinn og gera þetta skemmtilegt líka þrátt fyrir að vera á neðri hæðinni í deildinni.
 
 
 
 
Vængirnir spila eingöngu á íslenskum leikmönnum og hafa ekki erlendann leikmann innan síns hóp og eru ekki líklegir að bæta kana við sig í janúar þegar glugginn opnast.
 
 
 
Tindastóll fór því fínan rúnt í bæinn og nældi í 2 stig í viðbót og eru enn ósigraðir í deildinni með 7/0 eða 14stig einir á toppnum.
 
 
Texti og mynd/ KWK