Um helgina mættust Cleveland og LA Clippers. Cleveland vann leikinn en það er nú ekki ástæða þessara skrifa því svo virðist sem aðskilnaðarkvíði hafi hreiðrað um sig í Cleveland.
 
 
Í viðureign liðanna komst stuðningsmaður Cleveland inn á völlinn íklæddur bol sem á stóð „Kyrie dont leave.“ Ekki nóg með að kappinn hafi komist inn á parketið heldur var hann sjötti maður eina sóknina og var að skokka aftur í vörn þegar Chris Paul, ótrúlegt en satt, áttaði sig fyrstur manna á því að ekki væru leikar jafnir vörn gegn sókn.
 
Eins og frægt er orðið fyrir margt löngu ákvað LeBron James að flytja starfskrafta sína til South Beach og virðast stuðningsmenn Cleveland margir hverjir vera haldnir einhverskonar aðskilnaðarkvíða sem brýst út með þessum afleiðingum.
 
Á síðasta tímabilið ruddist áhorfandi einnig inn á völlinn í Cleveland þegar LeBron James kom í heimsókn með Miami Heat. Sá áhorfandi var í bol sem á stóð „We miss you.“
 
Áhorfandinn umræddi:
 
Mynd/ David Richard – USA Today