Þann 15. nóvember 1990 léku Haukar gegn KR í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Þá höfðu Haukar ekki unnið KR liðið í tvö og hálft ár. Rúmlega 18 ára gutti að nafni Jón Arnar Ingvarsson hafði hins vegar ákveðið að þar yrði til staðar numið og enda þyrfti að binda á þá taphrinu. 
 
Leikurinn fór 86-75 fyrir Haukum og sáu KR-ingar aldrei til sólar í leiknum. Þetta var þeirra fjórða tap í röð í úrvalsdeildinni. Jón Arnar skoraði 44 stig og bætti við 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þetta var það hæsta sem Jón Arnar skoraði á öllum ferlinum. Stigafjöldinn segir margt en tölfræðin er könnuð nánar sést hversu magnað þetta afrek er í raun og veru.
 
Grípum niður í umfjöllun DV frá þessum leik 16. nóvember 1990:
 
“Jón Arnar Ingvarsson var hreint út sagt frábær í þessum leik og skoraði 44 stig eða yfir helminginn af stigum Hauka. Hann skoraði nánast þegar hann vildi og virtist hafa lítið fyrir því.”
 
Jón Arnar tók aðeins 25 skot í öllum leiknum. 44 stig með aðeins 25 skotum utan að velli. Aðeins 2 af þessum skotum voru fyrir utan þriggja stiga línuna en Jón Arnar hitt úr þeim báðum.
 
25 skot utan að velli, aðeins 2 þeirra þristar og þar að auki tók hann aðeins sex vítaskot í leiknum og hitt úr þeim öllum. Flestir sem skora svona mikið í svona fáum tilraunum taka annað hvort mikið af vítum eða hitta úr nánast öllu. Hið síðarnefnda átti við Jón Arnar í þessum leik.  Hann hitt úr 18 af þessum 25 skotum, eða 72%.
 
Til að setja þetta í samhengi þá hefur t.d. Kobe Bryant oft skorað vel yfir 40 stig en sjaldnast í svona fáum tilraunum og fáum vítaskotum. Skotnýting hans í öllum þessum leikjum er undir 70% og annað hvort mikið skotið fyrir utan þriggja stiga línuna eða af vítalínunni. Þess má einnig geta að elsti leikurinn hjá Kobe með eitthvað í líkingu við þessa tölfræði er síðan árið 2000, en þá var hann 22 ára — ekki 18 ára.
 
Mynd: Umfjöllun Tímans frá 16. nóvember 1990 um leik Hauka og KR í íþróttahúsinu við Strandgötu 15. nóvember 1990.  Smellið á myndina til að stækka hana.