Í kvöld lýkur 16 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla þegar Keflavík og Grindavík mætast í TM-Höllinni í Reykjanesbæ. Sýnt verður frá leiknum í beinni útsendingu á Sport TV.
 
 
Keflavík og Grindavík eru 2 af 5 sigursælustu liðum landsins í bikarnum en Keflvíkingar hafa unnið hann sex sinnum og Grindavík fjórum sinnum. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2012 en Grindavík árið 2006.
 
Það ætti enginn að láta þennan stórleik fram hjá sér fara!
 
Mynd/ skuli@karfan.is – Darrel Lewis tekur á móti gamla liðinu sínu Grindavík í kvöld.