Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði 15 mínútur með Valladolid gegn liði Jóns Arnór Stefánssonar, CAI Zaragoza í gær en 10 stig frá Herði dugðu skammt því CAI voru sterkari í leiknum og sigruðu að lokum 95:79.  Jón Arnór er enn að jafna sig á meiðslum og spilaði því ekki með CAI. 
 
En stórleikur umferðarinnar í ACB deildinni var að sjálfsögðu þegar risarnir Barcelona og Real Madrid mættust í Madrid.  Ríkjandi meistarar Real tóku sigur í leiknum í gær 98:84 þar sem Rudy Fernandez var stigahæstur þeirra Madridinga með 18 stig.  Carlos Navarro var atkvæðamestur hjá  Barcelona með 17 stig.