Nýliðar Hamars eru á góðu róli í Domino´s deild kvenna en þar innanborðs má finna eina bestu glímukonu landsins og hún lætur ekki síður til sín taka inni á körfuboltavellinum. Marín Laufey Davíðsdóttir er með tvennu að jafnaði í leik, 12,8 stig og 10,4 fráköst. Við á Karfan.is lögðum nú ekki í glímu við hana en skoruðum hana á hólm í 1 á 1 og það var engan bilbug á Marín að finna.