KR-ingar eru nú einir á toppi Domino´s deildar karla eftir sigur á Keflavík í kvöld er liðin mættust í stórleik tímabilsins til þessa. Fyrir kvöldið voru bæði liðin ósigruð en KR-ingar höfðu betur og sitja nú einir á toppnum með sjö deildarsigra í röð. Lokatölur í Keflavík voru 70-81 KR í vil þar sem Darri Hilmarsson gerði 19 stig í liði KR en Michael Craion gerði tvennu sjöunda leikinn í röð er hann skilaði af sér 22 stigum og 14 fráköstum í liði Keflavíkur.
 
 
Keflavík-KR 70-81 (19-15, 20-21, 17-26, 14-19)
 
Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/8 fráköst, Michael Craion 22/14 fráköst, Darrel Keith Lewis 11, Arnar Freyr Jónsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Andri Daníelsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Gunnar Ólafsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Ólafur Geir Jónsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
KR: Darri Hilmarsson 19, Martin Hermannsson 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Helgi Már Magnússon 11/12 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/5 fráköst/3 varin skot, Terry Leake Jr. 10, Pavel Ermolinskij 2/11 fráköst, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreidarsson, Leifur S. Garðarsson
 
Staðan í deildinni
 
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 7/0 14
2. Keflavík 6/1 12
3. Grindavík 4/2 8
4. Njarðvík 4/2 8
5. Haukar 4/2 8
6. Þór Þ. 3/3 6
7. Snæfell 3/3 6
8. Stjarnan 2/4 4
9. ÍR 2/5 4
10. Skallagrímur 1/5 2
11. KFI 1/6 2
12. Valur 1/5 2
 
Mynd/ Darri Hilmarsson var stigahæstur KR-inga í kvöld.