Guðmundur Jónsson og Darri Hilmarsson voru í fyrra liðsfélagar en í kvöld öttu þeir kappi með nýjum liðum sínum, Keflavík og KR.  KR tók sigur eins og flestir vita og var Guðmundur með loforð að í næsta leik liðanna myndu Keflvíkingar koma fram hefndum og sigra með í það minnsta 11 stigum.  Darri var ekki minni maður og tók þessu loforði Guðmundar og lofaði ofaní það, þ.e. Darri lofaði því einnig að KR myndi vinna þann leik.  Það liggur því fyrir að annar hvor þeirra mun þurfa að kyngja því að brjóta loforð sitt.