Nýliðar Hamars unnu sinn annan leik í röð í Domino´s deild kvenna í kvöld þegar Hvergerðingar heimsóttu Val í Vodafonehöllina að Hlíðarenda. Hannes Birgir Hjálmarsson lét sig ekki vanta á leikinn: 
 
Fyrsti fjórðungur
Jafnræði er með liðunum í upphafi Hamar leiðir 6-7 eftir 3:30 mínutur. Liðin skiptast svo á körfum og þegar fyrsti fjórðungur er hálfnaður er staðan 12-12. Hamarsstelpur hafa verið duglegar í fráköstum bæði varnar og sóknarmegin, Valsstelpurnar sakna greinilega Rögnu Margrétar sem spilar ekki vegna veikinda. Leikmenn Vals missa tækifærið til að ná forystu með því að tapa of mörgum boltum og eftir enn eitt sóknarfrákast nær Hamar þriggja stiga forystu 16-19 þegar tvær mínútur eru eftir af fyrsta fjórðungi. Hamar skorar svo sjö stig gegn tveimur stigum Vals síðustu tvær mínútur fjórðungsins og leiðir verðskuldað 18-26.
 
Annar fjórðungur
Fyrstu stig fjorðungsins koma eftir rúma mínútu og það er Hamar sem skorar eftir að dæmdar hafa verið þrjár villur á Val opnast vörnin þeirra Hamar kemst í12 stiga forystu 18-30 þegar þrjár mínútur eru liðnar af leikhlutanum. Valur setur þá 5 stig í röð og minnkar muninn í 23-30. Valsliðið tapar knettinum í næstu sóknum og nær ekki að minnka muninn, staðan þegar fjórðungurinn er hálfnaður enn 23-30. Liðin skiptast á að tapa boltanum og skora til skiptis næstu mínútur og Valur nær að minnka muninn í 5 stig 27-32 þegar svær mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. Liðin skora sitthvora körfuna Hamar þrist og staðan því 29-36 í hálfleik.
 
Jaleesa Butler er komin með 8 stig, 8 fráköst og 5 blokkuð skot fyrir Val og Kristrún Sigurjóns 9 stig. Tapaðir boltar eru tvöfallt fleiri hjá Val (14) en hjá Hamri (7) en Íris Ásgeirsdóttir og Di’Amber Johnson eru með 10 stig og Marín Laufey Davíðsdóttir með 8 stig og 7 fráköst.
 
Þriðji fjórðungur
Valstelpur minnka muninn strax í þrjú stig 33-36 eftir mínútu og virðast mun ákveðnari en í fyrri hálfleik. Hamar setur tvo þrista og Valskonur klikka í þrígang undir körfunni og ná aftur átta stiga forskoti þegar fjórar mínútur eru liðnar staðan 35-43. Þegar þriðji leikhluti er hálfnaður er staðan orðin 37-47 og Hamar virðist eiga svar við öllu sem Valskonur reyna. Ágúst þjálfari Vals tekur þá Butler útaf og allt i einu vaknar Valsliðið og skora næstu 8 stig og minnkar muninn í 45-47 þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Valskonur gera sig seka um að tapa boltanum allt of oft og Hamar nær að auka muninn aftur og leiða með níú stigum 47-56 fyrir loka fjórðunginn. Tapaðir boltar og opin vörn fer illa með Valsliðin en Hamarskonur eru að spila ákveðna svæðisvörn sem Valskonur eiga erfitt með að opna.
 
Fjórði fjórðungur
Valur skorar fyrstu fimm stigin í fjórðungnum og minnkar munin í fjögur stigen þá skorar hamar næstu fjögur stig eftir tvo tapaða bolta frá Val í viðbót! Ekkert gengur að skora næstu mínútur og þegar 5:47 eru eftir af leiknum fer Johnson á vítalínuna og eykur muninn í 10 stig á ný. Þórunn Bjarnadóttir smellir þá einum þristi og munurinn 7 stig þegar fimm mínútur eru eftir. Butler skorar þá af harðfylgi en kilikkar á vítaskoti og munurinn 5 stig. Johnson labbar þá öi gegnum vörnina og skorar með skoti frá vítalínunni og munurinn enn sjö stig þegar tæpar fjórar mínútur eru eftir og Valur tekur leikhlé. valur fær skotrétt þegar 3:40 eru eftir og skora úr tveimur vítum og ná svo að spila flotta vörn þar sem Hamar nýtir ekki skotklukkuna. Það gera þær í næstu sókn þegar Íris smellir þristi þegar skotklukkan er að renna út og Valur tekur aftur leikhlé þegae 2:20 eru eftir og staðan 59-67 fyrir Hamar. Liðin skiptast á körfum og þegar mínúta er eftir er Hamar með níu stiga forskot 62-71 og virðist vera að innbyrða sigur sem þær gera að lokum með því að nýta skotréttar víti 68-77, verðskuldaður sigur Hamars á Valsliði sem nær ekki að sýna jafngóða leiki og í upphafi körfuknattleiksvertíðarinnar.