Við erum mætt í höllina og liðin að týnast inn.  Karfan.is eru trítaðir eins og við séum konungborin og fengum bestu sætin í húsinu. Meira segja spænskir miðlar hér voru reknir í burtu til að hafa okkur á besta stað.  Búist er við fullu húsi og er löngu uppselt á leikinn þannig að það verða 10. þúsund áhorfendur hér í kvöld. Eins og sjá má á myndinni er útsýnið ekki slæmt.  Við munum reyna að fylgjast eins og vera með beina texta lýsingu af leiknum hér. 
 
 
15 mín í leik:  Jón ferskur í upphitun eins og sjá má á myndinni
 
Nokkuð skemmtilegt myndband var nú rétt í þessu var sýnt á risaskjá hér í salnum þar sem stuðningsmenn Zaragoza fengu að spurja Jón Arnór spurninga og hann var að svara þeim. Væntanlega eitthvað sem var tekið upp fyrir þó nokkru. Í þessu myndbandi sagði Jón meðal annars að honum fannst Eggert bróðir sinn mesti íþróttamaðurinn af þeim systkynum.