Miðherji Indiana Pacers, Roy Hibbert, þarf að taka upp budduna því NBA deildin hefur sektað hann að upphæð sem nemur 75.000 dollurum eða því sem nemur um 9,2 milljónum íslenskra króna.
 
Hibbert var sektaður fyrir niðrandi ummæli um samkynhneigða sem og að bölva á blaðamannafundi eftir sjöttu viðureign Indiana og Miami í úrslitum Austurstrandar NBA.
Hibbert notaði orð eins og „motherfucker“ og sagði fjölmiðlamenn ekki fylgjast með Pacers í deildarkeppninni þegar hann var spurður af hverju hann hefði endað neðarlega á lista yfir valið á varnarmanni ársins. Einnig var hann að tala um að hafa brugðist í hjálparvörninni og skaut þá inn „no homo“ þegar hann var að útskýra þau mál á fjölmiðlafundinum.
 
Pacers segjast styðja að fullu við bakið á sínum manni og að um axarsköft að hans hálfu hafi verið að ræða en yfirlýsing frá Hibbert sem send var út hljómaði á svipaða vegu þar sem leikmaðurinn kvaðst sjá á eftir ummælum sínum.
 
Mynd/ Roy Hibbert verður nokkrum krónum fátækari þökk sé munnsöfnuði.