San Antonio Spurs tóku í nótt 3-2 forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar gegn ríkjandi meisturum Miami Heat. Lokatölur 114-104 og var þetta síðasti leikurinn á heimavelli San Antonio og næstu tveir, ef þarf, verða á heimavelli Miami.
 
Parker, Green og Ginobili gerðu saman 74 stig fyrir Spurs, Paker 26, Green 24 og sömuleiði Ginobili en allt byrjunarliðið var með 16 stig eða meira þar sem Leonard gerði 16 og Duncan með 17 og 12 fráköst. Hjá Miami voru LeBron James og Dwyane Wade báðir með 25 stig og Wade auk þess 10 stoðsendingar.
 
Sjötti leikurinn fer fram í Miami aðfararnótt miðvikudagsins þar sem Spurs geta með sigri tryggt sér NBA meistaratitilinn, ef Miami vinnur þá verður oddaleikur í Miami um titilinn.
 
Phantom – það besta af Manu í leik fimm: