Derrick Rose sem missti af öllu tímabilinu sem er að líða vegna slit á krossböndum virðist vera að komast í fyrra form samkvæmt þjálfara sínum Tom Thibodeau.  ” Við æfðum vel alla síðustu viku og það gekk mjög vel.” sagði Tom í viðtali við miðla vestra hafs. 
 Bulls enduðu tímabil sitt í seríu við Miami Heat og margir vildu meina að sú sería hefði jafnvel endað á annan veg hefði Rose verið til taks fyrir Bulls. ” Ég tek eftir því hvernig hreyfingarnar á honum eru og það er komið sjálfstraust í þetta nú þegar.  Það sá engin í raun hversu mikla vinnu hann hefur lagt í það að koma sér tilbaka eftir þessi meiðsli en sú vinna hefur verið gríðarleg.  Það hinsvegar vantaði alltaf aðeins upp á þennan sprengikraft sem hann var með.  Núna lítur út fyrir að það sé komið aftur og honum líður vel með þetta eins og er og það skiptir miklu máli.” sagði Tom ennfremur. 
 
Venjulegur dagur hjá Rose þessa dagana er að lyfta, hlaupa og skjóta. “Stundaskráin hans fyrir daginn er full” sagði Tom Thibodeau að lokum.