Úrslitin í ACB deildinni á Spáni eru hafin þar sem Real Madrid vann fyrsta leikinn gegn Barcelona og leiðir því einvígið 1-0. Lokatölur í fyrsta leik voru 76-72 fyrir Madrid en liðin mætast aftur annað kvöld á heimavelli Real Madrid áður en einvígið færist yfir á heimavöll Börsunga.
 
Sergio Roriguez var stigahæstur hjá Madrid í fyrsta leik með 21 stig en Victor Sada var með 17 stig í liði Barcelona.
 
Mynd/ skuli@karfan.is – Real Madrid er hér í upphitun í undanúrslitum ACB deildarinnar gegn CAI Zaragoza.