Eitt áhugaverðasta starfið í fréttamannaheiminum í NBA er að taka viðtal eða sækja blaðamannafund hjá Gregg Popovich þjálfara San Antonio. Á venjulegum degi er það afar áhugavert en oftast pínlegt. En að mæta á blaðamannafund strax eftir að lið hans tapar leik sex í úrslitum NBA þar sem hann hans menn voru langt komnir að klára titilinn er einfaldlega óþægilegt.
 
Pop er venjulega stuttorður og að þessu sinni sést vel að honum er ekki skemmt að þurfa að vera þarna að svara spurningum blaðamanna.
 
 
 
 Mynd: Gregg Popovich langaði ekkert að vera á blaðamannafundinum eftir leik sex í gærkvöldi.