Pavel Ermolinskij verður líkast til ekki í herbúðum Norrköping Dolphins á næstu leiktíð því hann ku vera of dýr eins og fram kemur í frétt á heimasíðu basketsverige.se.
 
„Ég reikna ekki með honum,“ segir Paul Burke þjálfari liðsins á heimasíðu basketsverige. Pavel lék með Norrköping á nýlokinni leiktíð en þar áður lék hann með Sundsvall Dragons.
 
Þriðja árið í röð verða höfrungarnir að skera niður í sínum rekstri og segir í fréttinni að klúbburinn hafi ekki efni á því að greiða honum laun.