Eftir sigur á San Antonio Spurs í oddaviðureign í úrslitum NBA deildarinnar var kominn tími á að fagna hjá meisturum Miami Heat. Liðsmenn Heat skunduðu þá á næturklúbbinn STORY og slettu þar ærlega úr klaufunum. Kampavínið flæddi eins og sést á meðfylgjandi mynd en í myndbandinu hér að neðan fer eins og gefur að skilja mikið fyrir LeBron James sem virðist skemmta sér konunglega. Þá sést glitta í granítharða töffarann Pat Riley í myndbandinu, s.s. ekki fyrsta titildjammið sem hann mætir í.