Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sent kveðjur til Miami í framhaldi af sigri þeirra í NBA deildinni. Obama hringdi í þjálfarann Eric Spoelstra nú á föstudag og sagðist dást af dugnaði liðsins og áfanga þeim sem bæði liðið og besti leikmaður úrslitakeppninar, Lebron James hefði náð. 
 
Enn fremur undirstrikaði Obama það að hann myndi bjóða liðinu líkt og venja er í Hvíta húsið og óska öllum til hamingju persónulega með þetta frækna tímabil. 
 
Mynd: Obama er liðtækur “leftari” í boltanum.