Stjórn FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins, hélt í morgun mínútu þögn til minningar um Ólaf E. Rafnsson sem varð bráðkvaddur í Sviss í gær.
 
Í morgun hófust tveggja daga löng fundahöld hjá stjórn FIBA og var þeim ýtt úr vör með mínútu þögn. Ólafur sat í stjórn FIBA. Á heimasíðu FIBA segir m.a. að forseti sambandsins, Yvan Mainini hafi sagt við upphaf fundarins í morgun að Ólafs verði sárlega saknað og að besta leiðin til að heiðra minningu hans sé að halda áfram með hans störf í Evrópu.
 
 
Mynd/ Stjórnarmeðlimir FIBA héldu mínútu þögn í minningu Ólafs E. Rafnssonar.